Kærleiksverkefni Álftanesskóla
04.12.2016
Nemendur skólans hafa styrkt ýmis málefni síðustu ár í staðinn fyrir að skiptast á jólagjöfum. Stjórn nemendafélagsins ákveður hverju sinni hvert styrkirnir fara en í ár var ákveðið að styrkja Rauða krossinn.
Hér má sjá kynningu nemendafélagsins á kærleiksverkefninu.
Þeir sem vilja taka þátt í kærleiksverkefninu og styrkja Rauða krossinn geta komið með pening í umslagi til umsjónarkennara eða Möggu ritara. Söfnunin hefst á Kærleiksdögunum og seinast dagurinn til að koma með framlagið verður 15.desember.