Skólaslit 2016
Útskrift hjá 10. bekk var haldin í hátíðarsalnum miðvikudaginn 8. júní. Matthías Helgi Sigurðarson og Sævar Axel Bjarnason fluttu tónlistaratriði við útskriftina. Alls útskrifuðust 47 nemendur.
Viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur í hinum ýmsu greinum skólaárið 2015 - 2016:
í dönsku í 10. bekk: Anna Bríet Bjarkardóttir og Birna Filippía Steinarsdóttir.
í íslensku í 10. bekk: Elísa Katrín Kristinsdóttir og Bolli Steinn Huginsson.
í stærðfræði í 10. bekk: Elísa Katrín Kristinsdóttir, Ella Halldórsdóttir og Íris Eik Jónsdóttir.
Fyrir félagsstörf í þágu nemenda: Ingibjörg Þór Árnadóttir.
Fyrir góða ástundun, ábyrgð og sjálfstæði í námi og leik: Erna Margrét Magnúsdóttir, Friðrik Helgi Guðmundsson og Halldóra Sólveig Einarsdóttir.
Fyrir góða ástundun og árangur í íþróttum: Kjartan Matthías Antonsson, Jökull Ýmir Guðmundsson, Katarína Róbertsdóttir og Aníta Björt Sigurjónsdóttir.
Skólaslit hjá 1. - 9. bekk voru í íþróttamiðstöðinni fimmtudaginn 9. júní. Nemendur á miðstigi og elsta stigi fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur:
fyrir iðni og góða ástundun í vísindum í 5. bekk: Kári Hartmannsson og Anna Lillý Halldórsdóttir.
fyrir góðan námsárangur í íslensku í 6. bekk: Helga Sigríður Kolbeinsdóttir, Hildur Mei Henriksdóttir og Orri Einarsson.
fyrir góðan árangur í stærðfræði í 6. bekk: Björn Dúi Ómarsson, Guðmundur Axel Ægisson og Birkir Valur Andrason.
fyrir vandvirkni og iðni í listum í 7. bekk: Máney Natalie Sigrúnardóttir og Sölvi Bjartur Ingólfsson.
fyrir iðni og góða ástundun í vísindum í 8. bekk: Kolka Magnúsdóttir og Katla Sigríður Gísladóttir.
fyrir góða ástundun, ábyrgð og sjálfstæði í starfi og leik í 9. bekk: Agla Bríet Einarsdóttir og Hekla Scheving Thorsteinsson.
Hér má sjá myndir frá skólaslitum í 10. bekk og frá skólaslitum í 1. - 9. bekk.