"Opin hús" framhaldsskólanna vorið 2016
Nemendur í 10. bekk
Þriðjudaginn 8. mars kl. 17.00 - 18.30 verður haldin stór framhaldsskólakynning í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG), Skólabraut 6. Þar verða fulltrúar frá flestum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem munu kynna skóla sína.
Nemendur og forráðmenn eru boðnir velkomnir.
Opin hús vorið 2016
Hér eru dagsetningar á opnum húsum framhaldsskólanna í tímaröð:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er með opið hús fimmtudaginn 18. febrúar kl. 17.00-18.30.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er með opið hús þriðjudaginn 23. febrúar kl. 16.00-18.00.
Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ er með opið hús miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17.00-18.30.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er með opið hús 24. febrúar kl. 17.00 – 19.00.
Borgarholtsskóli er með opið hús fimmtudaginn 3. mars kl. 17.00-19.00.
Tækniskólinn í Reykjavík (allir skólar) þ.e. á Skólavörðuholti, Vörðuskóli og Tækniskólinn í Hafnarfirði er með opið hús miðvikudaginn 9. mars kl. 14.00- 17.40 (opnar kennslustofur). Samhliða því verða kynningarbásar í matsal nemenda sem verða opnir til kl. 18.30.
Skrúfudagur – opinn dagur Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans verður laugardaginn 12. mars frá kl. 13.00-16.00. Kynning á námi í skip- og vélstjórn o.fl. Opið inn í kennslustofur á svæðinu auk véla- og rafmagnshúss. Staðsetning: Háteigsvegur (gamli Sjómannaskólinn).
Sýning hjá Grafískri miðlun er einnig 12. mars í Vörðuskóla.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er með opið hús miðvikudaginn 9. mars kl. 16.30- 18.00.
Menntaskólinn við Sund er með opið hús miðvikudaginn 9. mars kl.17.00-19.00.
Menntaskólinn við Hamrahlíð er með opið hús fimmtudaginn 10. mars kl. 16.30-18.30.
Menntaskólinn í Kópavogi er með opið hús fimmtudaginn 10. mars kl. 16.30-18.30.
Verslunarskóli Íslands er með opið hús fimmtudaginn 10. mars kl. 17.00-19.00.
Menntaskólinn í Reykjavík er með opið hús laugardaginn 12.mars kl. 14.00 - 16.00.
Í MR er einnig hægt að panta heimsóknir eftirfarandi daga:
9.febrúar, 16. febrúar, 23. febrúar, 1. mars og 8. mars. Nauðsynlegt er að hafa samband við MR og bóka heimsókn í síma 545 1900.
Kvennaskólinn í Reykjavík er með opið hús þriðjudaginn 15. mars kl. 17.00-19.00.
Flensborg í Hafnarfirði hefur ekki sent út tímasetningu enn sem komið er.
Nýjum upplýsingum verður bætt inn þegar þær berast og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Mikilvægt er að nýta sér kynningarnar og fá upplýsingar m.a. um inntökuskilyrði frá fyrstu hendi.