Umboðsmaður barna heimsótti Álftanesskóla
18.02.2016
Umboðsmaður barna kom í heimsókn í Álftanesskóla föstudaginn 5. febrúar síðastliðinn. Þær Ingibjörg Þór og Bríet Eva í 10. bekk (formaður og varaformaður stjórnar Nemendafélags Álftanesskóla) ásamt þeim Benedikt Emil og Sveini Hirti í 5. bekk áttu fund með Umboðsmanni barna. Á fundinum fóru þau yfir það sem er gott við starfið í Álftanesskóla og Elítunni sem og hvað mætti vera betra.
Að fundi loknum fór þau svo ásamt skólastjóra fóru í stutta kynnisferð með Umboðsmanni barna um vinnuaðstöðu nemenda, s.s. bókasafnið, listgreinastofur, þriðju hæðina, matsal skólans, sundlaugina og aðstöðu Frístundar og Elítunnar.
Við þökkum Umboðsmanni barna kærlega fyrir komuna.