Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ófærð og slæmt veður

30.11.2015
Ófærð og slæmt veður

,,Til foreldra og forráðamanna 

Athygli er vakin á að almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna óveðurs í fyrramálið 1. desember. Spáð er stormi og skafrenningi og eru forráðamenn barna og ungmenna hvattir til að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri.

Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs og skólarnir verða opnir nemendum. 

Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður verður að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Velji þeir að halda börnum sínum heima þarf að láta skólann vita með skráningu í Mentor, tölvupósti eða hringja á skrifstofu skólans og láta vita.

Það getur einnig verið takmörkum háð hvernig og hvort starfsmenn skólans komast til vinnu. Skólastjóri hvetur foreldra til þess að huga vel að veðri og veðurspá og halda börnum sínum frekar heima en að senda þau af stað í skólann því oft vill skafa hressilega á Álftanesi og götur og  göngustígar teppast fljótlega ef hreyfir vind.

Sjá á vef skólans www.alftanesskoli.is  undir Hagnýtt og einnig á neðangreindri vefslóð.

 Á slóðinni hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar.

http://shs.is/images/files/roskun_a_skolastarfi/disruption_of_school_operations_icelandic.pdf

 

Kveðja

skólastjóri,,

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna og reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum

See also: Disruption of School Operations

 

Til baka
English
Hafðu samband