Hundur í óskilum með Halldór Laxness á Hundavaði
13.11.2015
Hljómsveitin Hundur í óskilum heimsótti okkur í byrjun mánaðarins og flutti verkið „Halldór Laxness á Hundavaði“ fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum var hljómsveitin Hundur í óskilum fengin af Rithöfundasambandinu til að búa til dagskrá tengda skáldinu. Hljómsveitin sem einmitt er þekkt fyrir að skauta í gegnum Íslandssöguna á einni kvöldstund afgreiddi Nóbelsskáldið á sama hátt eða á hundavaði. Þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fóru í gegnum nokkrar af þekktustu skáldsögum Halldórs í tali og tónum. Flutningur þeirra var léttur og skemmtilegur og náði vel til allra sem á hlustuðu.
Hér má sjá myndir frá heimsókninni.