Vökunótt 2015
Fimmtudagskvöldið 12. nóvember verður Vökunótt haldin í skólanum frá kl. 20:00 - 07:00. Þátttakendur eru allir nemendur í 8. - 10. bekk skólans. Sækja þarf um leyfi ef nemendur taka ekki þátt í Vökunótt. Kennsla fellur niður föstudaginn 13. nóvember þar sem nemendur hafa lokið viðveru sinni um nóttina.
Nemendur mæta kl. 20:00 á aðra hæð skólans og verður húsinu lokað kl. 21:00 og er ekki hægt að koma eftir það eða yfirgefa svæðið fyrir kl 07:00 á föstudagsmorni nema foreldrar taki það sérstaklega fram á leyfisbréfinu.
Ýmis dagskrá verður í gangi þetta kvöld og þessa nótt. Gist verður á 2. hæð skólans og verður vel valið fólk í gæslu alla nóttina, kennarar og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar.
Sjá nánari upplýsingar í leyfisbréfi til foreldra en því þarf að skila í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 11. nóvember til ritara skólans.