Mjólkuráskrift skólaárið 2015-2016
Mjólkuráskrift skólaárið 2015-2016.
Kæru foreldrar og nemendur Álftanesskóla.
Síðan 2004 hefur nemendum Álftanesskóla verið boðin léttmjólk í morgunnesti án greiðslu. Við sameiningu Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness urðu til ný viðmið og samræma þarf gjaldskrár og þjónustu.
Foreldrar/nemendur sem óska eftir léttmjólk í skólanum með morgunnestinu þurfa að skrá sig og greiða áskriftargjald fyrir léttmjólk.
Skráning er hjá ritara skólans í síma 540-4700 eða með tölvupósti á netfangið alftanesskoli@alftanesskoli.is
Verð fyrir léttmjólk allt skólaárið 2015-2016 er 4.800 kr.
Áskriftin er innheimt af Garðabæ með greiðsluseðli í gegnum heimabanka. Athugið ef nemandi ákveður að hætta í áskrift á skólaárinu er hún ekki endurgreidd.
Álftanesskóli er Grænfánaskóli og hvetjum við foreldra og nemendur til að nota áfram margnota brúsa fyrir drykki í morgunnestið séu þau ekki í mjólkuráskrift. Að sjálfsögðu er kalt vatn til staðar. Komi nemandi með drykk í fernu eða plasti í morgunnestið þá fara þau aftur heim með umbúðirnar og flokka það heima.
Kær kveðja,
Sveinbjörn Markús Njálsson,
skólastjóri Álftanesskóla.