Meistarakokkar (MasterChef) í heimilisfræðivali
Nemendur í heimilisfræðivali tóku þátt í meistarakokki eða masterchef Álftanesskóla á dögunum. Nemendur fengu ákveðin hráefni frá kennara sem var uppistaðan en annars fengu þeir frjálsar hendur til þess að skapa réttina sína. Heimilisfræðivalhóparnir þessa önnina eru þrír og voru meistarakokkar hvers hóps krýndir. Sigurvegarar í mánudagshópnum voru Anna Bríet og Aþena Lind en þær gerðu pastarétt með hvítlauksbrauði og súkkulaðihúðuðum jarðaberjum í eftirrétt.
Sigurvegarar í þriðjudagshópsins voru Bríet Eva, Katrín Birta og Ragnheiður Elsa en þær gerðu kjúklingarétt með pepperóníbrauði og vanillugraut í eftirrétt.
Meistarakokkar miðvikudagsins voru Aron Björn og Kristján Ingi sem gerðu pasta í sósu og súkkulaðihúðaða banana í eftirrétt. Sérstaka viðurkenningu fengu Aníta Björt og Íris Eik fyrir frumlega samsetningu og framsetningu.
Það er greinilegt að meðal nemenda skólans leynast sælkerakokkar framtíðarinnar!
Hér má sjá myndir.