Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur í vorferð á Þingvelli

22.05.2015
2. bekkur í vorferð á Þingvelli

Mánudaginn 18. maí fór 2. bekkur í vorferð á Þingvelli. Þar tók á móti okkur fróður maður að nafni Einar í fræðslumiðstöðinni Hakinu og fræddi okkur um sögu Þingvalla. Síðan var gengið niður Almannagjá að Lögbergi og að lokum yfir Peningagjá, þar sem dýpið var kannað með aðstoð smápeninga.  Að lokum voru grillaðar pylsur við þjónustumiðstöðina. Veðrið var í kaldara lagi, hvasst og þurrt.

 Hér má sjá myndir úr ferðinni. 

Til baka
English
Hafðu samband