Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla frá Ástráði og HIV-Ísland

07.05.2015
Fræðsla frá Ástráði og HIV-Ísland

Mánudaginn 4. maí fengu nemendur 10. bekkja fræðslu frá Ástráði, félagi læknanema, um kynheilbrigði. Fræðslan fór fram í kynjaskiptum hópum þar sem tveir læknanemar voru með hvorum hópi. Gerðu nemendur góðan róm að fræðslunni.

Einar Þór Jónsson kom frá  HIV-Ísland (Alnæmissamtökin) einnig í skólann með fræðslu um kynheilbrigði (kynsjúkdóma, varnir og meðferð) svo það má segja að fræðsla um kynheilbrigði hafi sett sterkan svip á nám dagsins. Nemendur í 9. bekk fengu einnig fræðsluna frá Einari Þóri.

Til baka
English
Hafðu samband