Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 4. bekk styrkja Fjölskylduhjálp og Ljónshjarta

31.03.2015
Nemendur í 4. bekk styrkja Fjölskylduhjálp og Ljónshjarta

Nemendur í 4. bekk stóðu fyrir tombólu á Jóla- og góðgerðadegi Álftaness sl. desember og ákváðu að gefa ágóðann til Fjölskylduhjálpar Íslands og Ljónshjarta sem eru samtök fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra.

Fulltrúar félaganna  heimsóttu bekkina á fimmtudaginn í síðustu viku og fengu krakkarnir að fræðast um hlutverk félaganna og hvaða þýðingu styrkurinn hefur fyrir þau. Samtals söfnuðu krakkarnar 25.000 kr. fyrir hvort félag. 

Til baka
English
Hafðu samband