Keppendur Álftanesskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2015
02.03.2015
Á degi íslenskrar tungu í nóvember ár hvert byrjar markviss þjálfun nemenda í 7. bekk vegna Stóru upplestrarkeppninnar.
Í dag 2. mars voru fulltrúar skólans valdir til að taka þátt í keppninni sem haldin verður 18. mars í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Öllum þátttakendum var afhent viðurkenningarskjal ásamt rós.
Fulltrúar skólans árið 2015 eru: Gunnar Orri Aðalsteinsson, Kolbeinn Högni Gunnarsson og varamaður er Katla Sigríður Gísladóttir.
Hér má sjá myndir af þátttakendum og sigurvegurum.