Kærleikarnir vel heppnaðir
05.12.2014
Kærleikarnir voru haldnir dagana 27. og 28. nóvember og var þema þeirra "Frelsi". Árgangar og nemendur voru paraðir saman í vinapör og unnu saman fiðrildi sem er tákn frelsisins. Nemendur skreyttu og skrifuðu áhrifarík skilaboð á fiðrildin til að hengja á "Kærleikstré" í andyrum skólans. Vinabekkirnir unnu síðan hver um sig eitt stórt fiðrildi saman sem þau afhendu stofnunum í kringum skólann.
Kærleikunum lauk svo með marseringu í íþróttamiðstöðinni þar sem allir nemendur og starfsmenn tóku þátt.
Hér má sjá myndir frá Kærleikunum.