Foreldrafélagið stendur fyrir kynfræðsluerindi með Siggu Dögg fyrir bæði unglinga og foreldra fimmtudaginn 20. nóvember
18.11.2014
Fimmtudaginn 20. nóvember verður boðið upp á kynfræðsluerindi fyrir unglinga og foreldra á Álftanesi. Fyrirlesari er Sigríður Dögg Arnardóttir (Sigga Dögg) og fer fyrirlesturinn fram í hátíðarsal íþróttamiðstöðvar frá kl. 20:30 til 21:30.
Á fyrirlestri foreldra verður lögð áhersla á upplýsingagjöf og virka hlustun auk þess sem leitast verður við að svara spurningum foreldra um hvernig megi nálgast börnin sem „mögulega“ vilja hvorki ræða málin né hlusta.
Foreldrafélagið hvetur foreldra til að mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna kl. 20.00 og þiggja veitingar í boði Foreldrafélagsins og kynna sér starfsemina.
Sjá nánari upplýsingar í bréfi til foreldra.