Fjöruferð hjá 1. bekk
03.11.2014
Miðvikudaginn 29. október og fimmtudaginn 30. október voru útikennsludagarnir Lesið í Nesið. Á miðvikudeginum fóru nemendur í 1. bekk í fjöruferð. Þeir áttu að leysa eitt verkefni í ferðinni, en það var að búa til listaverk úr því sem þeir fyndu í fjörunni t.d. fótspor úr steinum. Nemendur nutu sín mjög vel í góða veðrinu við leik og störf. Þeir grilluðu pylsur og borðuðu samlokur. Hér má sjá myndir úr fjöruferðinni.
Á fimmudeginum tóku nemendurnir þátt fjölbreyttum og skemmtilegum
útileikjum ásamt öðrum nemendum á yngsta stigi. Hér má sjá myndir frá
útileikjunum.