Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mjólkuráskrift að léttmjólk frá og með 1. nóvember 2014

30.10.2014
Mjólkuráskrift að léttmjólk frá og með 1. nóvember 2014

Kæru foreldrar og nemendur Álftanesskóla.

Síðan 2004 hefur nemendum Álftanesskóla verið boðin léttmjólk í morgunnesti án greiðslu. Við sameiningu Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness urðu til ný viðmið og samræma þarf gjaldskrár og þjónustu.

Frá og með 1. nóvember 2014 þurfa foreldrar/ nemendur sem óska eftir léttmjólk í skólanum með morgunnestinu að skrá sig og greiða mánaðarlega áskriftargjald fyrir léttmjólk. Skráning er hjá ritara skólans sími 540-4700 eða með tölvupósti á alftanesskoli@alftanesskoli.is

Verð fyrir léttmjólk allt skólaárið 2014-2015 er 4.500 kr. eða 500 kr. á mánuði (25 kr. á dag).

Álftanesskóli er Grænfánaskóli og hvetjum við foreldra og nemendur til að nota áfram margnota brúsa fyrir drykki í morgunnestið séu þau ekki í mjólkuráskrift. Að sjálfsögðu er kalt vatn til staðar. Komi nemandi með drykk í fernu eða plasti í morgunnestið þá fara þau aftur heim með umbúðirnar og flokka það heima.

Kær kveðja, 

Sveinbjörn Markús Njálsson,

skólastjóri Álftanesskóla. 

 

Bréf til foreldra og nemenda sent 28. október síðastliðinn.

Til baka
English
Hafðu samband