Foreldrarölt Foreldrafélagsins
Fimmtudagskvöldið 25. september sl. fór fram fyrsta rölt Foreldrafélagsins á nýju skólaári en Félagsmiðstöðin Elítan stóð fyrir Opnunarballi þetta kvöld frá kl. 20.00-22.30 fyrir nemendur í 8.-10. bekk.
Foreldrafélag Álftanesskóla stendur fyrir foreldrarölti á Álftanesi í samvinnu við bekkjarfulltrúa hvers árgangs og hefur gert frá árinu 2008.
Áætlun um foreldraröltið hefur verið sett inn á heimasíðu skólans en foreldraröltið er framlag okkar foreldra til að gera samfélagið okkar betra en markmið röltsins er að hafa fyrirbyggjandi áhrif og gefa skýr skilaboð um sterkt og virkt foreldrasamfélag.
Það felur í sér vissa áskorun að halda úti foreldrarölti og til þess þarf samstilltan hóp foreldra. Foreldraröltið skapar foreldrum góðan vettvang til að hittast, kynnast, ræða saman og láta sig nærsamfélagið varða.
Stjórn Foreldrafélagsins tók fyrsta röltið í einstaklega fallegu haustveðri líkt og meðfylgjandi mynd sýnir sem tekin var af fulltrúum stjórnar ásamt starfsfólki Elítunnar af þessu tilefni.
|
Hér má sjá áætlun foreldraröltsins skólaárið 2014-2015
Sýnum samstöðu, verum sýnileg og tökum þátt í foreldrarölti.