Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð hjá 2. bekk á Þingvelli

30.05.2014
Vorferð hjá 2. bekk á Þingvelli

Miðvikudaginn 28. maí fór 2. bekkur í vorferð á Þingvelli. Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins tók á móti nemendum og kynnti helstu atriði í sögu og náttúru Þingvalla áður en gengið var niður Almannagjá að Lögbergi. Á leiðinni sagði hann okkur frá jarðfræði og sögu staðarins. Móttökunni lauk síðan við búðarústir í Almannagjá. Því næst gengum við að peningagjá og lukum ferðinni við þjónustumiðstöð þar sem við fórum í leiki og snæddum hádegisverð. 

Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband