Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frá aðalfundi foreldrafélags Álftanesskóla

30.05.2014
Frá aðalfundi foreldrafélags Álftanesskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Álftanesskóla var haldinn þriðjudaginn 27. maí í sal skólans. Mæting á fundinn var góð en rúmlega þrjátíu manns mættu. Fundarstjóri var Margrét Lilja Magnúsdóttir og fundarritari Auður S. Arndal. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin en Linda Pétursdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þakkaði formaður henni fyrir vel unnin störf.

Stjórn Foreldrafélagsins árið 2014-2015 skipa: Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, Guðríður A. Kristjáns­dóttir, Ingólfur Th. Bachman, Auður S. Arndal, Eiríkur Ágúst Guðjónsson, Hafrún Þorvalds­dóttir og Anna María Snorradóttir sem kemur ný inn í stjórn félagsins.

Í skólaráð 2014-2015 voru kosin Anna María Ágústsdóttir og Jóhanna S. Snorradóttir.

Anney Bæringsdóttir hætti störfum sem skoðunarmaður reikninga og var henni þakkað fyrir sitt framlag en hún hefur sinnt því hlutverki frá árinu 2011. Í hennar stað var Kristján Jón Jónatansson kjörinn og Kristín Rós Björnsdóttir til vara. 

Samhliða aðalfundi kynnti skólastjóri fyrirhugaðar framkvæmdir á skólalóð auk þess sem aðstoðarskólastjóri, Erna I. Pálsdóttir, fór yfir nokkur efnisatriði í drögum að sjálfsmatsskýrslu skólans 2011-2013 og niðurstöður úr Skólapúlsi.

Á fundinum voru Álftanesskóla færðar góðar gjafir eða fjórar Canon IXUS myndavélar ásamt minniskortum, myndavélatöskum og einum stefnuvirkum hljóðnema. 

Á fundinum tóku einnig Sveinbjörn Njálsson skólastjóri og Gunnar Einarsson bæjarstjóri við gjöf frá Foreldrafélaginu sem afhenti Álftanesskóla og samfélaginu hér í Garðabæ hjólapumpu til styrktar öflugri hjólamenningu skólabarna á Álftanesi. Um loftpressu er að ræða, þ.e. 50 lítra kútur og þrýstimælir til að mæla þrýsting í dekkjum. Loftpressa þessi verður staðsett við Íþróttamiðstöðina á Álftanesi við gamla anddyri hússins.  

Það er von stjórnar Foreldrafélagsins að gjöf þessi komi til með að nýtast börnum, foreldrum og samfélaginu öllu og styðja enn frekar við öfluga hjólamenningu meðal skólabarna í Álftanes­skóla.  Hér má lesa skýrslu stjórnar.

Hér eru fleiri myndir frá fundinum.

Til baka
English
Hafðu samband