Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sagnalist í Álftanesskóla

15.05.2014
Sagnalist í Álftanesskóla

Föstudaginn 2. maí var opið hús og sýning á verkum nemenda Álftanesskóla í tengslum við listadaga í Garðabæ.  Unglistadagar hafa verið haldnir í skólanum undanfarin ár og að þesssu sinni var þemað ritlist. Tveir árgangar unnu saman þannig að nemandi úr 1. bekk og nemandi úr 6. bekk skrifuðu og hönnuðu bók saman, 2. bekkur og 7. bekkur unnu saman o.s.frv.

Markmiðin með þessu verkefni voru:

  • að leggja inn og þjálfa persónusköpun og framvindu sögu
  • að örva skapandi hugsun með samræðum
  • að þjálfa samvinnu

Þeir árgangar sem unnu saman hittust á sal skólans á föstudag til að skoða afrakstur allra nemenda skólans auk þess sem nokkrir nemendur kynntu bækur sínar og lásu úr þeim. Ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar gáfu sér tíma til að koma og skoða bækur og hlusta á upplestur.

Margar glæsilegar og skemmtilegar bækur litu dagsins ljós á þessum ritlistadögum og bera þær hugmyndaflugi og sköpunargáfu nemenda gott vitni. Bækurnar verða til aflestrar á bókasafni Álftanesskóla fram á vor.

Sjá má fleiri myndir frá deginum hér.

Til baka
English
Hafðu samband