Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar barna og ungmenna

25.04.2014
Listadagar barna og ungmennaListadagar barna og ungmenna í Garðabæ verða haldnir í sjötta sinn dagana 24. apr – 3. maí.  Þema listadaganna að þessu sinni er ,,sagnalist“.   Dagskráin spannar um eina og hálfa viku og fer að miklu leyti fram í skólum bæjarins. Garðbæingar eru hvattir til að líta við í skólum bæjarins þessa daga og fylgjast með því skapandi starfi sem þar fer fram.  Ætlunin er að vekja athygli á því listræna starfi sem fer fram allt skólaárið með því að gera það sýnilegra þessa daga. 

Nemendur í Álftanesskóla unnu þetta verkefni á Ung-ritlistaleikunum í byrjun mars. Þar unnu nemendur saman tveir og tveir þar sem afraksturinn var bók.

Hér er slóð nánar á Listadagana í Garðabæ.

Til baka
English
Hafðu samband