Árshátíðir, spurningakeppni og fleira
14.04.2014
Síðustu vikuna fyrir páska var nóg um að vera. Nemendur í yngsta og miðstigi hafa verið með sínar árshátíðir sem gengið hafa glimrandi vel. Miðvikudaginn 9. apríl voru nemendur í 4. – 6. bekk með spurningakeppni sem Gauti Eiríksson stýrði af sinni alkunni alkunni snilld og fróðleik, þar sem nemendur í 5. bekk báru sigur úr bítum.
Fimmtudaginn 10. Apríl fóru síðan nemendur í 5. – 10. í Bláfjöll og skelltu sér á skíði í flottu veðri og ekta fínu vorfæri.
Með því að fara inn á myndasafn skólans má sjá myndir frá atburðunum undanfarna daga. Hér fyrir neðan er mynd af keppendunum í spurningarkeppninni. Myndasafnið.
Við sjáumst svo öll hress og kát þriðjudaginn 22. apríl endurnærð eftir páskafríið. Skólinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 8:10/8:15.