Ung-ritlistadagar
10.03.2014
Dagana 3. – 5. mars voru haldnir Ung-listadagar í skólanum. Þá fóru nemendur í heimsókn í aðra bekki og fengu nemendur í heimsókn í sinn bekk. Sem dæmi þá unnu saman nemendur í 1. og 6. bekk, nemendur í 2. og 7. o.s.frv. Nemendum var skipt í pör og vann hvert par að sögugerð og útbjó sögubók. Vinna nemenda fór fram í kennslustofum, list- og verkgreinastofum, bókasafni og einnig fóru nemendur í íþróttasal og brugðu þar á leik.
Fjölbreyttar bækur nemenda verða geymdar á bókasafni skólans. Bækurnar verða einnig til sýnis í skápum á gangi skólans og á sýningu „Safnadaga í Garðabæ“ í lok apríl. Allir skemmtu sér vel eins og þær myndir sem teknar voru bera með sér.
Hér má sjá myndir frá 3. mars og fleiri voru teknar 4. mars.