Keppendur Stóru upplestrarkeppninnar 2014 í Álftanesskóla
14.02.2014
Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember ár hvert, byrjar markviss þjálfun nemenda í 7. bekk vegna Stóru upplestrarkeppninnar. 13. febrúar voru tveir fulltrúar skólans valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í mars í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Öllum þátttakendum var afhent viðurkenningarskjal ásamt rós. Fulltrúar skólans árið 2014 eru: Ísabella Líf Sigurðardóttir, Agla Bríet Einarsdóttir og varamaður er Valdimar Matthíasson.