Vinna við skólastefnu Garðabæjar
16.01.2014
Vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar stendur nú yfir en tilgangur hennar er að stuðla að markvissu skólastarfi í Garðabæ. Einn liður í þeirri vinnu er meðal annars að kalla eftir sjónarmiðum nemenda. Það var gert með því að leggja fyrir nemendur nokkrar spurningar er líta að skólastarfinu. Nemendur í 5. bekk unnu þær þannig að þau skiptu sér í fjóra hópa og hver hópur kom með svör við hverjum spurningum sem kennarinn síðan tók saman og skilaði niðurstöðum til skólastjóra.