Jóla- og góðgerðadagurinn
Jóla- og góðgerðardagurinn
Álftanesi, laugardaginn 30. nóvember í íþróttamiðstöðinni k. 12:00 – 16:00
Handverksmarkaður, hönnunarvörur, söluborð, kaffisala og fleira.
Fjölbreytt dagskrá:
13.15 - 13.45Setning, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður Foreldrafélags Álftanesskóla
Ávarp, Gunnar Einarsson bæjarstjóri
Álftaneskórinn flytur nokkur lög
Veronika Heba Smáradóttir 12 ára nemandi í Álftanesskóla syngur
HraðBINGÓ Lions – veglegir vinningar
14.00-14.30
Regína Ósk
Flautukór 12-19 ára nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar (frá Álftanesi og
Garðabæ) spila nokkur lög
Birta Marín 14 ára og Sara Renee 13 ára nemendur í Álftanesskóla syngja nokkur lög
14.30
Söguferð um Álftanesið undir leiðsögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson (30-40 mín.), sætaverð 500 kr., frítt fyrir 10 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
15.00-16.00
Ingó
Sönglist Álftanesskóla undir leiðsögn Guðrúnar Árnýjar tekur nokkur lög
Íþróttaálfurinn
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar slær botninn í dagskrá dagsins
16.15
Kveikt á jólatrénu, jólasveinar mæta á staðinn
Kynnir: Sigríður Klingenberg
Hægt er að panta sölu- og kynningarborð fyrir 28. nóv. í gegnum netfangið godgerdadagur@gmail.com.
Hvert söluborð (75cm x 3m) kostar 3000 kr. Allur ágóði af leigu borðanna rennur til góðs málefnis.
Líknarsjóður Álftaness tekur á móti AUKApakkanum, Rauði krossinn í Garðabæ tekur á móti fatapokanum. Skátafélagið Svanir selur
sígræna jólatréð frá skátunum. Kvenfélagið verður með kleinusölu.
Nemendur í 10. bekk Álftanesskóla verða með kaffisölu til styrktar útskriftarferð þeirra. Nemendur í 7. bekk verða með dekurhorn til styrktar skólaferð þeirra að Reykjum. Nemendur í 6. bekk verða með jólakortasölu. Nemendur í 4. bekk verða með tombólu, allur ágóði mun renna til góðra málefna.
Félagsmiðstöðin Elítan verður opin frá kl. 13.00.