Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann hefst 4. september í Álftanesskóla

02.09.2013
Göngum í skólann hefst 4. september í Álftanesskóla

Að beiðni ÍSÍ verður verkefninu ,,Göngum í skólann“ hleypt af stokkunum í ár hér frá Álftanesskóla miðvikudaginn 4. september með athöfn sem hefst í Íþróttasal Íþróttamiðstöðvar kl. 9:00.

Fulltrúar frá ÍSÍ mæta og væntanlega fulltrúar frá fréttamiðlum.

Í samstarfi við ÍSÍ höfum við lagt til að það verði val um að ganga - ,,Göngum hring“ eða hjóla ,,Hjólahring“ þar sem við hér í Álftanesskóla hvetjum nemendur sem og fullorðna til að ganga eða hjóla í skólann – markmið Grænfána og Sjálfbærni- heilbrygði og velferð.

Álftanes er kjörið fyrir hvoru tveggja og er það m.a. eitt af því sem skólinn getur haft áhrif á – þ.e. að efla og bæta samgöngumenningu- umferðarmenningu hér innanhverfis í Garðabæ.

Það gilda sömu reglur í þessari hjólaferð og hjólaferðum á vegum skólans – allir með hjálm – annars ganga ,,Göngu hringinn“
Leikskólarnir og Félag eldri borgara ganga með okkur.

Kl. 9:00 Setning í íþróttasalnum, ræður og tilheyrandi í ca. 20 mín.
Kl. 9:20 Farið af stað. Nemendur geta valið að fara gangandi eða hjólandi. Þeir nemendum sem ætla að fara á hjóli verða að vera með hjálm annars eiga þeir að ganga.
Hjólaleið:   
 Gönguleið:  
 Gönguleið leikskóla og 1. bekkjar:  

 

 

 

 


Til baka
English
Hafðu samband