Skólaslit 6. og 7. júní
22.05.2024
Tímasetningar á skólaslitum verða eftirfarandi:
Fimmtudaginn 6. júní er útskrift hjá nemendum í 10. bekk, hún fer fram í hátíðarsal skólans kl. 17:00. Áætlað er að samkoman standi til kl. 18:30 og eru foreldar/forráðamenn velkomnir í útskriftina.
Föstudaginn 7. júní er skólaslit hjá nemendum í 1. - 9. bekk á eftirfarandi tímum:
1. - 4. bekkur kl. 9:30
5. - 9. bekkur kl. 10:00
Að loknum skólaslitum í 1. - 9. bekk er farið í heimastofu með umsjónarkennara þar sem nemendur fá afhentan vitnisburð skólaársins og kveðju.