Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kvennaverkfall 24. október 2023

20.10.2023
Kvennaverkfall 24. október 2023Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn. 

Ljóst er að veruleg röskun verður á öllu samfélaginu þennan dag og gera má ráð fyrir að áhrifin verði mikil í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Garðabæjar þar sem stærsti hluti starfsfólksins þar eru konur eða kvár - eða um 75% alls starfsfólks bæjarins. Garðabær styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og leitar því til forráðafólks að sýna þessari röskun skilning. 

Það er ljóst að staðan í Álftanesskóla er þannig að ekki er hægt að tryggja öryggi barna í húsi vegna þess hversu fáir starfsmenn mæta þriðjudaginn 24. október, kvennafrídaginn, og því þarf að fella niður skóla- og frístundastarf þennan dag. 
 
Til baka
English
Hafðu samband