Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorleikar þriðjudag - skertur skóladagur

07.06.2021
Vorleikar þriðjudag - skertur skóladagur

Vorleikarnir eru á morgun þriðjudag og þá er skertur skóladagur. Skólinn hefst hjá nemendum kl. 9:00 og lýkur eftir hádegismat, bókasafnið er opið frá klukkan 8:00 fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda og frístundaheimilið Álftamýri tekur við nemendum sem þar eru skráðir að skóladegi loknum.

Vorleikarnir fara fram utanhúss og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Nemendur fara með sínum umsjónarkennara á milli íþróttastöðva víða um skólalóðina.  

Til baka
English
Hafðu samband