Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unglistadagur þriðjudaginn 30. apríl

29.04.2019
Unglistadagur þriðjudaginn 30. apríl

Á morgun þriðjudag er Unglistadagur hér í skólanum en þá vinna nemendur í vinapörum á milli árganga í mismunandi verkefnum á vinnustöðvum um skólann. Þemað í ár er „Vatn“ og þemalitur í klæðnaði er blár. Við hvetjum því alla til að mæta í einhverju bláu á morgun. 

Unglistadagurinn er skertur dagur hjá nemendum en kennsla hefst kl. 9:00 og lýkur eftir hádegismat kl. 12:30 en þá tekur Álftamýri við þeim nemendum sem þar eru skráðir. Bókasafn skólans er að venju opið frá kl. 8:00 fyrir þá sem þurfa að mæta fyrr. 

 
Til baka
English
Hafðu samband