2. bekkur söng Jólasveinakvæði eftir Jóhannes úr Kötlum
11.12.2015
Hefð er fyrir því í Álftanesskóla að börn í 2. bekk læri og flytji „Jólasveinakvæði eftir Jóhannes úr Kötlum“. Í dag, fimmtudaginn 10. desember, sungu börnin í 2. bekk hinsvegar ljóðið við lag eftir Guðna Franzson. Foreldrum og verðandi skólabörnum úr leikskólunum Holta- og Krakkakoti var boðið á sýninguna ásamt nemendum úr 1. bekk. Í tilefni dagsins voru börnin með jólasveinahúfur og klædd lopapeysum. Eftir sýninguna var uppskeruhátíð í 2. bekk á verkefninu „Komdu og skoðaðu fjöllin“ í bekkjarstofum. Boðið var upp á hressingu sem var kaffi, mjólk og smákökur. Mikil ánægja var með frammistöðu barnanna og hér má sjá myndir frá sýningunni.
Hér má sjá myndir