Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóla- og góðgerðadagurinn 2017

28.11.2017
Jóla- og góðgerðadagurinn 2017

Jóla- og góðgerðadagurinn verður haldinn í íþróttamiðstöð Álftaness laugardaginn 2. desember kl. 12:00 - 16:00. Þar verður handverksmarkaður, uppboð, tombóla, kaffihús og margt fleira. 

Foreldrafélagið ætlar að halda tombólu og vera með uppboð til styrkar Líknarsjóði Álftaness. Líknarsjóðurinn gegnir því mikilvæga hlutverki að styðja við efnaminni fjölskyldur á Álftanesi. Til að allir geti fengið aðstoð sem þurfa er mikilvægt að Líknarsjóðurinn hafi góðan sjóð að veita úr.
Þið getið lagt þessu verkefni lið á tvo vegu:
1) Þið getið hjálpað okkur að safna vinningum fyrir tombóluna. Sumir hafa t.d. tök á að útvega vinninga í samstarfi við fyrirtæki sem þeir vinna hjá. Ef þið hafið kost á að gefa vinninga, hafið endilega samband í netfangið foreldrafelag@alftanesskoli.is og við nálgumst þá hjá ykkur.
2) Þið getið keypt miða á tombólunni á Jóla- og góðgerðadeginum eða tekið þátt í uppboðinu og þannig styrkt Líknarsjóð Álftaness.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn Foreldrafélags Álftanesskóla


 

 

Til baka
English
Hafðu samband