Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa hjá 10. bekk

07.11.2017
Starfamessa hjá 10. bekk

Í morgun 7. nóvember komu foreldrar nemenda í 10. bekk í heimsókn í skólann og kynnstu störf sín fyrir nemendum 10. bekkja. Foreldrarnir gegna og hafa gegnt mörgum fjölbreyttum og áhugaverðum störfum sem nemendum var frjálst að spyrja út í og fræðast nánar um. Nemendur kynntust m.a. störfum hjúkrunarfræðings, listamanns, grafísks hönnuðar, rithöfundar, sérfræðinga í mannauðsstjórnun, viðburðastjórnun, fasteignasala, bókara, sviðsstjóra í rannsóknum, fjármálastjóra, jöklaleiðsögn, tækniteiknara, þroskaþjálfa og ljósmyndara. Nemendur voru mjög áhugasamir um störfin og nýttu tímann vel í að leita sér upplýsinga.

Álftanesskóli þakkar foreldrunum kærlega fyrir þeirra framlag í þágu nemenda skólans við að auka þekkingu og víðsýni þeirra á fjölbreytileika starfanna. 

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband