Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestur um tölvufíkn og nethættur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk

18.10.2017
Fyrirlestur um tölvufíkn og nethættur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur á sal skólans í forvarnarvikunni þar sem hann fjallaði um tölvufíkn og nethættur. Nemendur voru áhugasamir og duglegir að spyrja út í efnið. Eyjólfur Örn leiðbeindi nemendum um virkni samskiptamiðla og sölu- og markaðsöflin sem ráða ríkjum í netheimum. Eyjólfur fjallaði líka um mikilvægi góðra samskipta utan netsins, að taka sér reglulega hvíld frá skjánum og mikilvægi þess að nemendur hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir settu eða deildu efni á netinu, því efnið væri geymt en ekki gleymt.  

Myndir frá forvarnarvikunni

 

 

Til baka
English
Hafðu samband