Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Átta unglingar frá Álftanesskóla á leið á landsmót Samfés

06.10.2017
Átta unglingar frá Álftanesskóla á leið á landsmót Samfés

Átta unglingar frá Álftanesskóla eru á leið á landsmót Samfés á vegum félagsmiðstöðvarinnar Elítunnar. Landsmótið er að þessu sinni haldið austur á Egilsstöðum og stendur yfir alla helgina. Þetta eru þau Ari Bergur Gunnarsson, Ásta Glódís Vestmann Ágústsdóttir, Birta Marín Jónsdóttir,  Garpur Orri Bergs, Guðný Kristín Winkel, Hólmfríður Sunna Stefánsdóttir Linnet, Irmawati N. R. Sigurgeirsdóttir og Kristófer Elí Ellertsson. Tveir starfmenn félagsmiðstöðvarinnar halda utan um hópinn og það eru þau Friðrik Sigurðsson og Maríanna Wathne Kristjánsdóttir.

Landsmót Samfés, er haldið að hausti ár hvert og er staðsetning þess breytileg. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna.

Dagskrá Landsmóts Samfés er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Hins vegar er mikið unnið með lýðræðisleg vinnubrögð. Á Landsmóti fer fram kosning í ungmennaráð Samfés en ungmennaráð Samfés samanstendur af 18 lýðræðislega kosnum fulltrúum úr öllum landshlutum.

Til baka
English
Hafðu samband