Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flöskuskeyti í 4. bekk

29.03.2017
Flöskuskeyti í 4. bekk

Föstudaginn 3. mars duttu nemendur í 4. bekk heldur betur í lukkupottinn þegar pabbi eins nemandans í árgangnum bauðst til að koma með flöskuskeyti Ævars vísindamanns í skólann til að skoða það. Hluti af árgangnum fékk að taka það með í sund og gera nokkrar tilraunir í öldulauginni. Þau notuðu hendurnar til að mynda strauma og reyndu að koma flöskuskeytinu frá djúpa endanum að miðju laugarinnar. Það gekk ekki upp en vindurinn kom þeim til aðstoðar og feykti skeytinu nær miðjunni.

Í kennslustofunni fékk árgangurinn síðan að skoða skeytið betur, horfði á myndbönd um flöskuskeytið og tilraunir Ævars og enduðu þau á því að skrifa sjálf flöskuskeyti. Ætlunin er síðan að sjósetja flöskuskeyti nemenda í vor. Krakkarnir höfðu gaman af að skoða flöskuskeytið og fræðast um það.

Þetta var skemmtilegur dagur og gaman að sjá hvað allir voru áhugasamir.

Hér má sjá myndir.

Til baka
English
Hafðu samband