Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Röskun vegna óveðurs í dag 7. desember

07.12.2015
Röskun vegna óveðurs í dag 7. desember

Röskun vegna óveðurs í dag 7. desember.

Foreldrar/forráðamenn verði hvattir til að sækja börnin sín fyrir kl. 16:00 í dag.

Vegna óveðurs sem er spáð á höfuðborgarsvæðinu seinna í dag hefur verið lýst yfir óvissistigi og verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn verði sótt fyrir klukkan 16:00, þannig að þau séu trygg heima þegar veðrið skellur á.

Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðnum, enda eru þau örugg í skólanum.

 

Slökkviliðið þakkar því hversu vel gekk í síðasta óveðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið þann 1. desember sl. og hversu vel foreldrar og forráðamenn fóru eftir ráðleggingum og héldu sig heima við. Nánari upplýsingar má finna á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

 

Skólastjóri Álftanesskóla

Til baka
English
Hafðu samband