Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið - Útikennsludagar

11.11.2013
Lesið í Nesið - Útikennsludagar

Útikennsludagar voru í Álftanesskóla dagana 29. október. og 1. nóvember.  Um var að ræða skerta kennsludaga þar sem unnið var frá kl. 9:00 og til hádegis í fjölbreyttum útikennsluverkefnum.

Vinnan var fjölbreytt m.a. fóru nemendur á yngsta stigi í fjöruferð annan daginn, þar sem endað var á að grilla pylsur og brauð yfir grilli og sama var gert hjá mið og elsta stigi en þar var pylsan og brauðið grillað yfir opnum eldi. Seinni daginn voru nemendur í 1. – 3. bekk í stöðvavinna á skólalóðinni.

Nemendur í 4.-7. bekk fór annan daginn í langa gönguferð þar sem farið var út á Bessastaðanes og þau frædd um staðarhætti.  Hinn daginn fóru þau á milli útikennslustöðva þar sem m.a. voru tálguð leikföng, útileikir, grillaðar pylsur og brauð, fótboltaspil á battavellinum.

Margar skemmtilegar myndir frá dögunum má sjá hér.

Til baka
English
Hafðu samband