Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókakynning á bókasafninu

11.11.2013
Bókakynning á bókasafninu

Vikuna 4. - 7. nóvember var nóg að gera á bókasafninu. Rithöfundar komu í heimsókn og lásu upp úr bókum sínum. Miðvikudag 6. nóv. kom Jóna Valborg Árnadóttir sem las og sýndi myndir úr bók sinni Brosbókin fyrir nemendur úr 1. – 3. bekk. Fékk hún góða hlustun og skemmtilegar spurningar að loknum lestri.

Fimmtudaginn 7. nóv. kom Hilmar Örn Óskarsson en hann las upp úr nýjustu bók sinni um Kamillu Vindmillu fyrir nemendur 4. – 6. Bekk. Skemmtileg og bráðfyndin saga sem börnin höfðu gaman að.

Föstudaginn 8. nóv. kom Marta Hlín Magnadóttir og og las upp úr nýjustu Rökkurhæðabókinni, Gjöfin, fyrir nemendur 7. – 8. bekk. Mjög vinsæll bókaflokkur um dulafulla atburði. Fyrir nemendur í 9. – 10. bekk kynnti hún og las upp úr bókinni, Afbrigði, sem er þýdd fantasíubók eftir Veronica Roth.

Það er gaman að segja frá því hvað allir nemendurnir voru mjög stilltir og prúðir og getum við verið stolt af þeim. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá upplestrunum.

Til baka
English
Hafðu samband