Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrarölt á Álftanesi

20.09.2013
Foreldrarölt á Álftanesi

Í kvöld hefst fyrsta foreldrarölt Foreldrafélagsins á nýju skólaári.

Foreldrafélag Álftanesskóla stendur fyrir foreldrarölti á Álftanesi í samvinnu við bekkjarfulltrúa hvers árgangs og hefur gert frá árinu 2008.

Áætlun um foreldraröltið hefur verið sett inn á heimasíðu skólans en foreldraröltið er framlag okkar foreldra til að gera samfélagið okkar betra en markmið röltsins er að hafa fyrirbyggjandi áhrif og gefa skýr skilaboð um sterkt og virkt foreldrasamfélag. 

Þess má geta að Félagsmiðstöðin Elítan stendur fyrir Opnunarballi í kvöld frá kl. 20.00-23.00 fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Fulltrúar í stjórn Foreldrafélagsins munu taka fyrstu vaktina í kvöld en áhugasömum foreldrum er velkomið að taka þátt.  Mæting er kl. 22.00 fyrir utan félagsmiðstöðina.

Hér má sjá áætlun foreldraröltsins skólaárið 2013-2014.

Sjáumst á röltinu J

Foreldrafélag Álftanesskóla

Til baka
English
Hafðu samband