Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

29.09.2025
Göngum í skólann

Í tilefni af alþjóðlega “Göngum í skólann” deginum, sem er 1. október, tileinkaði skólinn tímabilið frá 8. september til 26. september þessu verkefni.

Á þessu tímabili var lögð áhersla á að hvetja nemendur til að velja virkan og öruggan ferðamáta í skólann. Í tengslum við átakið var nemendum boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem miðaði að því að efla vitund um umferðaröryggi, heilsu og samveru.

Verkefninu lauk með Mílugöngunni á Nesinu fimmtudaginn 25. september þar sem nemendur gengu með sínum vinabekk ásamt kennurum sínum og starfsfólki skólans. Gengin var ein míla eða 1,6 km sem tók um 30 mín að ganga.

 

Hér má sjá myndband frá göngunni.

Til baka
English
Hafðu samband