Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorleikarnir

05.06.2025
Vorleikarnir

Fimmtudaginn 5. júní voru hinir árlegu Vorleikar haldnir eftir frekar kalda daga þar á undan vorum við heppin með veðrið sól og smá vindur.  Bekkirnir fóru á milli fjögurra leikjastöðva þar sem margt skemmtilegt var í boði. 

Boðið var upp á Leikjastöð á gervigrasinu þar sem m.a. var farið í „Eitur í flösku, Hundabein, Skottaleikur, Hæna og hetja ofl. leiki“ Á Boltastöðinni á Battavellinum var farið í „Fótboltaspil“, frisbie, Pókó og körfubolti á körfuboltavellinum.  Við Ærslabelginn var boðið uppá stígvélaspark, Kubb og hoppa á Ærslabelgnum. Fjórða stöðin var svo inn í íþróttahúsi þar sem farið var í skotbolta. 

Í hádeginu var svo boðið uppá pizzur fyrir alla. Að afloknum hádegis mat fóru nemendur heim eða út í Frístund.

Hér má sjá myndir frá vorleikunum

Til baka
English
Hafðu samband