Stærðfræðidagurinn 2025

Stærðfræðidagurinn var haldinn föstudaginn 14.mars, 3.14 (pí). Settar voru upp allskyns þrautir á alla ganga skólans sem hentuðu hverju stigi fyrir sig. Þegar nemendur mættu í skólann var búið að hengja upp alls kyns stærðfræðiverkefni og þrautir á veggi skólans. Þetta vakti mikinn áhuga hjá nemendum og kennarar voru duglegir að brjóta upp kennsludaginn sinn með nemendum frammi á gangi að leysa verkefnin.
Sett var upp Treasure hunt fyrir miðstig með mælieiningum. Margir nemendur á miðstigi tóku þátt og var mikill kappsemi hér á göngum skólans þennan daginn.
Við aðalanddyri skólans var spurningakeppni fyrir alla þá bekki sem áhuga höfðu á að taka þátt. Þar þurftu nemendur að leysa alls kyns verkefni í talningu, mælingum og fara um skólann innan sem utandyra til að fá svörin. Þau áttu meðal annars að telja tröppurnar innanhús, mæla batta völlinn okkar með metersböndum og telja tappa í lokuðu íláti.
Kennarar höfðu einnig tækifæri á að nálgast önnur verkefni á ljósritunarherbergi skólans sem hægt var að nýta í kennslu inni í heimastofunum.
Skemmtileg vefsíða sem hægt er að skoða er t.d.