Lestrarátak 10. -21. mars
14.03.2025

Dagana 10. -21. mars er sameiginlegt lestrarátak í öllum árgögnum skólans. Tilgangur átaksins er að efla lestur og lesskilning nemenda ásamt því að auka orðaforða.
Ákveðið var að hafa Harry Potter þema í lestrarátakinu með það að markmiði að byggja upp Harry Potter kastala í matsalnum. Fyrir hverjar 15 mínútur sem lesið er fá nemendur „múrstein“ til að hlaða upp kastalann. Foreldrar eru beðin um að hvetja börnin áfram og styðja þau í þessu átaki.
Mjög vel hefur gengið hjá öllum að lesa eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sjá einnig nánar hér