Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl 3. febrúar

27.01.2025
Námsviðtöl 3. febrúarMánudaginn 3. febrúar verða námsviðtöl í Álftanesskóla, viðtölin verða undir stjórn nemenda. Það þýðir að nemandinn verður í aðalhlutverki í viðtalinu og kynnir fyrir foreldrum styrkleika sína, markmið og í einhverjum tilvikum verkefni. Markmið þess að hafa viðtölin nemendastýrð er að skapa vettvang fyrir nemendur til að ræða markvisst um eigið nám og líðan við foreldra sína og kennara.  

Frístundaheimilið Álftamýri er opið þennan dag fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Til baka
English
Hafðu samband