Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika Garðabæjar 1. – 8. nóvember 2024 - Samskiptasáttmálinn

30.10.2024
Forvarnarvika Garðabæjar 1. – 8. nóvember 2024 - Samskiptasáttmálinn

Dagana 1. – 8. nóvember verður áhersla lögð á að nemendur vinni með þema forvarnarvikunnar sem er ”Samskiptasáttmálinn”. Mælt er með að unnið verði með þemað á hverjum degi, 15 til 20 mínútur. Kennarar ákveða sjálfir hvernig þeir vilja útfæra vinnuna en meðfylgjandi eru hugmyndir að fræðslu, verkefnum og leikjum.

Auk þess eru kennara hvattir til að gefa rými fyrir spilastund og samvinnuleiki þessa vikuna.

Námsráðgjafi og nemendaráðgjafi Álftanesskóla hafa sett upp áætlun sem má sjá hér að neðan. Áætlunin er þó lögð fram með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

 

Mánudagur
4. nóv.

Þriðjudagur
5. nóv.

Miðvikudagur
6. nóv.

Fimmtudagur
7. nóv.

Föstudagur
8. nóv

1.-4. bekkur

Kynning forvarnarviku
Góða samskipti

Samskipta- hringurinn

Hlutverk foreldra

Hlutverk starfsamanna

Hlutverk nemenda

5.-7. bekkur

Kynning forvarnarviku
Góð samskipti

Samskipta- hringurinn

Hlutverk foreldra

Hlutverk starfsamanna

Hlutverk nemenda

8.-10. bekkur

Kynning forvarnarviku
Góð samskipti

Samskipta- hringurinn

Hlutverk foreldra

Hlutverk starfsamanna

Hlutverk nemenda

Í kringum forvarnarvikuna fáum við til okkar utanaðkomandi fræðslu og verkefni.

1. - 10. bekkur   Perlað með KRAFTI  - 2. október 

Þriðja árið í röð sem við perluðum með KRAFTI. Skemmtilegt verkefni þar sem nemendur koma saman og leggja góðu málefni lið.

 

10. bekkur  Þorgrímur Þráinsson - 5. nóvember 

Þorgrímur verður með fyrirlesturinn ”Vertu ástfanginn af lífinu” sem er hvatningarfyrirlestur um að einstaklingar eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk o.fl.


Til baka
English
Hafðu samband