Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ
.jpg?proc=ContentImage)
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ fór fram hér í Álftanesskóla í gær, en þá lásu nemendur í 7. bekk sem valdir hafa verið úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla svipmyndir úr skáldverki og ljóð.
Jóhann Steinar Ingimundarsson varaformaður skólanefndar flutti ávarp á hátíðinni og Þorgerður Erla Ögmundsdóttir og Nökkvi Styr Jóhannesson nemendur í Álftanesskóla og Tónlistarskóla Garðabæjar voru með tónlistaratriði. Maggy Ashipala nemandi í Álftanesskóla frá Namibíu las ljóð á móðurmáli sínu Oshiwambo. Dómarar keppninnar voru þau Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur, Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri Garðaskóla og Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri í Víðistaðaskóla og fyrrverandi stjórnarmeðlimur Radda en hún var jafnframt formaður dómnefndar.
Nemendur stóðu sig með mikilli prýði við upplesturinn og í lokin fengu allir viðurkenningu fyrir þátttöku. Ásta Emilý Evertsdóttir nemandi í Álftanesskóla stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, í öðru sæti var Viktor Óli Grétarsson nemandi í Sjálandsskóla og í þriðja sæti Heiðar Leó Sölvason nemandi í Hofsstaðaskóla
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar kom og veitti verðlaun.
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllum þátttakendum fyrir skemmtilega og flotta keppni.
Hér má sjá fleiri myndir af lokahátíðinni.
