Lestrarátak Ævars vísindamanns
10.01.2019

Það sem er einstaklega gott og jákvætt við hvernig Ævar leggur þetta upp er að allur lestur óháður tungumáli gildir og líka hlustun. Þátttaka í átaki af þessu tagi hvetur ekki bara til aukins lestrar heldur byggir einnig upp jákvæða lestrarmenningu.
Þar sem þetta er síðasta átakið er aðeins meira í það lagt til dæmis varðandi verðlaun, Ævar útskýrir reglurnar best sjálfur í þessu stutta myndbandi sem ég set hér að neðan. Mig langar þó sérstaklega að benda á að foreldrar geta tekið þátt og hvet ykkur til að lesa fyrir börnin ykkar og/eða lesa með þeim. Eins og Ævar segir sjálfur, það er ekki nóg að við segjum krökkunum að þau þurfi að lesa meira, verum góðar fyrirmyndir.
https://www.visindamadur.com/lestraratak